Rúnar Atli skemmti sér vel á myndinni og ekki skemmdi fyrir að hitta Skoppu sjálfa.

Ó, það verður að taka fram að Tinna Rut stóð sig eins og herforingi í tiltekt allan aðfangadag. Hún skúraði gólf, þreif klósett, fægði silfur og örugglega eitthvað fleira sem mér láist að nefna. Þetta lenti allt á henni, því Dagmar Ýr var að vinna frá átta til fjögur í tíu-ellefu.
Ósköp erum við Gulla nú efnuð að eiga börnin okkar.
Ekki var aðeins einbeiting hjá guttanum, móðirinn spáði mikið í uppsetninguna líka.
Jú, en svo voru aðrir sem einbeittu sér að öðru meira spennandi...
Mikið verður svo gaman að sýna Namibíumönnum hvernig garðhúsgögn á Íslandi líta út yfir jólahátíðina :-)
Tinna Rut fékk síðan að aka frá Grundarfirði að Vatnaleið og tók svo aftur við í Mosfellsbænum. Hér sést hún, fyrir brottför frá Grundó, taka bensín sjálf í fyrsta sinn á ævinni. Verst að pabbinn þarf enn að borga...
Næsta mynd er tekin í Frankfurt. Þarna er setið á McDonald's og gætt sér á hamborgara. Við vorum einu gestirnir á þessum útiveitingastað, enda ekki nema tveggja stiga hiti. En, við erum víkingar og Íslendingar svo ekki kipptum við okkur upp við það.
Loksins fengum við brottfararspjöld fyrir flugið frá Frankfurt til Keflavíkur. Enn þurfti að bíða. En í Frankfurt var fínt leiksvæði fyrir börn og auðvelt að drepa tímann þar.
Þrátt fyrir allt er erfitt að vera ferðalangur. Því var gott að leggja aðeins aftur augun í Flugleiðavélinni. Gott líka að hvíla sig aðeins áður er farið að berjast við frost og snjó.

Við fórum svo í göngutúr niður á strönd. Keyptum okkur ís. Röltum um svæðið í fínu veðri. Hitastigið var 23 gráður og sjávarhitinn var 17 gráður. Rúnar Atli mátti ekki heyra á það minnst að stinga tánum í sjóinn. Ótrúlegt hvað einhverjar bíómyndir um hákarla sitja í honum.
En í sund var drengurinn tilbúinn að fara. Við keyptum ný sundföt handa honum. Hin lágu inni í fataskáp í Vindhúkk, sællar minningar. En sundlaugin var hápunktur helgarinnar hjá honum, ekki nokkur spurning. Hér sést hann stinga sér í laugina.














Þeim mun markverðara er það afrek Framsóknarflokksins að vera við þessar aðstæður í frjálsu falli sem stjórnarandstöðuflokkur. Það er eiginlega alveg magnaður árangur.Eiginlega er bara engu hægt að bæta við þessi orð.



Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...