Bíllinn minn var á verkstæði í dag, svo Gulla sótti mig í hádeginu. Fórum við svo saman í leikskólann að ná í soninn. Í bílnum á leiðinni heim var hann að syngja eitthvað lag á þýsku. Hann syngur reyndar endalaust þessa dagana. En við Gulla fórum að leggja við hlustir, því eitthvað var lagið kunnuglegt. Kom úr kafinu að þarna var sigurlag söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva frá árinu 1982. Hún Nicole vinkona vor. Svona er víst sungið á þýskumælandi leikskólum. Sá reyndar á netinu að þetta lag, sem á þýsku nefnist Ein bißchen frieden, var víst sungið lengi í íslenskum skólum. Friður á jörð, held ég það hafi kallast á því ylhýra.
En ég fór síðan á YouTube og fann upprunalega lagið fyrir hann Rúnar Atla. Sá var ánægður.
19. nóvember 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...

-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli