12. júlí 2008

Bág bíóferð

Ætluðum í bíó áðan, ég, Gulla og Rúnar Atli. Kúngfú panda heitir myndin og er sýnd kortér gengið í þrjú. Við mætum um tvöleytið og skiptum liði. Ég í miðaröðina og Gulla í poppröðina. Hér er það sem sagt þannig að hægt er að kaupa popp og gos án þess að fara inn í bíóið. Ég kemst að lúgunni - nei, því miður er uppselt... og í því sný ég mér við og mæti Gullu og Rúnari Atla með fangið fullt af poppi og kóki!!

En við dóum ekki ráðalaus, fórum bara með gómsætið heim og horfðum á leitina að Nemó á mynddiski.

En, ekkert jafnast á við bíópopp...

2. júlí 2008

Víkingablóðið

Tók eftir því í gær þegar ég sótti Rúnar Atla á leikskólann að hann var aðeins hruflaður á nefinu.

„Dattstu?“ spurði ég. „Nei,“ svaraði sá stutti.

„Nú, hvað kom fyrir?“ var næsta spurning.

„Ég var í slag!“ kom svarið.

„Slag!“ hrópaði ég upp yfir mig alveg gáttaður, „og fórstu að gráta?“

„Nei, en Song fór að gráta...“

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...