5. desember 2013

Dragdrottning...

Jæja, alltaf bætist í reynslubankann. Dagmar Ýr stundar förðunarfræði þessa dagana og tókst á undraverðan hátt að fá föður sinn til að vera fyrirsæta í eitt kvöld - fyrirsæta í dragförðun!

Ég held að ágætlega hafi tekist til:

Hér er komin þessi glæsilega blondína, seiðandi augnaráð og lokkandi varir.

Svo er komin ein „Pink Lady“ úr Grease - Rizzo eat your heart out...

Litli fingurinn er alltaf svooo sexí...
„Au naturel“ hárgreiðsla dregur ekki úr þokkanum. Piltar, takið eftir giftingarhringnum... sorrí...
Algjörlega ný lífsreynsla. Skemmtileg.

Á ekki bara að panta strax Gleðigönguvagn fyrir næsta ár?

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...