Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun um gönguleið. Sú stóðst bara nokkuð vel.
Hér steinsnar frá okkur er lítill lystigarður. Sá heitir Parque as Cronistas, sem ég held megi þýða sem Rithöfundagarðurinn. Ég ætti þó að nefna að portúgalskan mín er á byrjendastigi, svo stundum gæti mér förlast í þýðingum. Í garðinum eru bekkir hér og þar og síðan er ítalskur veitingastaður þar, sem heitir Campo de Fiori, ja, Blómvangur gæti hann kallast á íslensku. Töluvert af fólki var í garðinum, en þó ekki of mikið.
Við gerðum ekki stans þarna, því markmið mitt var kaffihús og bakarí nokkrum götum frá garðinum. Fundum við þann stað á vandræða, Taverna Doce, sem ég ætla nú bara að kalla Kaffi huggulegheit. Þar fengum við okkur smábakkelsi.
Ég er alveg kolfallinn fyrir espressókaffinu hér, virkilega gott. Ég fæ mér venjulega einn espressó og sódavatn með. Prímagott.
Þar rétt hjá fundum við pínulitla matvörubúð, sem greinilega er rekin af Kínverjum. Þetta er önnur svona búllan sem ég hef komið í hér, hillurekkarnir eru svo nálægt hvor öðrum að maður rétt getur skáskotið sér framhjá fólki sem þar er inni. En, viti menn, þarna rak ég augun í súputeninga!
Súpukraftur heitir greinilega caldo á portúgölsku. Caldo de galinha er kjúklingakraftur og caldo de carne nautakjötskraftur. Maður lærir eitthvað nýtt á hverjum degi hér.
Á bakaleiðinni heim sáum við síðan snyrti- og nuddstofu. Sú var opin þótt væri sunnudagur. Gulla pantaði sér tíma í næstu viku og verður forvitnilegt að sjá hvernig það gengur, því einungis ein kona þarna virtist tala ensku.
Þetta var sem sagt ævintýri dagsins.
7. ágúst 2016
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...

-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli