![]() | |
Húrra! Enginn skólabúningur!!! |
![]() |
Sýnishorn af skólalóðinni |
Svo sótti ég drenginn klukkan hálfþrjú. Það er heilmikið mál að komast inn á skólalóðina. Háar girðingar og öryggishlið. Maður þarf aðgangskort og eru krakkarnir með nafnspjöld með mynd. Spjaldið opnar hliðið og þá skráist í tölvukerfið að nemandinn sé mættur. Og svo þegar nemandinn fer, þá skráist sjálfkrafa að nemandinn sé farinn af skólalóðinni. Mér skilst að við foreldrar fáum auðkennislykil til að komast inn og út. Með þessu kerfi á alltaf að vera vitað hversu margir, og þá hverjir, séu inn á skólalóðinni. Ef t.d. kviknar í þá er hægt að sjá hvort einhvern vanti.
Þar sem ég er ekki með aðgangslykil enn, þá þarf ég að sýna skilríki og fylla inn ýmsar upplýsingar í þar til gerða bók. Fæ síðan gestalykill til að komast inn.
Þegar ég kom inn á lóðina þá fór ég að salnum sem ég vissi að framhaldsskólinn átti að enda daginn. Heyrði mikinn söng og gleðilæti þaðan, kíkti inn og sá hóp nemenda syngja það sem er víst stuðlag skólans.
Hitti svo Rúnar Atla. Hann er búinn að eignast einn vin, strák frá Tansaníu sem heitir Eric. Sonur minn virtist mjög ánægður með daginn. Það óð þvílíkt á honum að ég þurfti að stöðva hann til að skilja margt sem hann sagði. Niðurstaða mín var að fyrsti skóladagur gekk framar vonum. Það er gott.
Við skruppum síðan í ritfangaverslun, því ýmislegt sem þarf fyrir skólann vantar enn.
Svo er dagur númer tvö á morgun.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli