24. janúar 2006

Matarboð

Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. Toppurinn var þó ostakaka sem ég eyddi góðum hluta morgunsins í að útbúa. Tókst alveg glettilega vel, þótt ég segi sjálfur frá. Grillaði svo skötusel eftir einhverri uppskrift úr Gestgjafanum. Tandori kjúkling líka og eitthvað fleira.

Svo var setið við nýja borðið frameftir kvöldi og kjaftað og svoleiðis. Nýju garðhúsgögnin reyndust vel, ekki síst vínvagninn...

Setti gemsann svo á hljótt áður en farið var í rúmið. Fékk nefnilega einhver sms sem bentu til þess að ákveðnir „vinir“ væru að skemmta sér í sumarbústað einhvers staðar á Fróni. Ég er af reynslu farinn að vita hvað klukkan slær, enda sá ég í morgun að einhver hafði hringt kortér fyrir eitt um morguninn að namibískum tíma.

Þá var ég löngu sofnaður.

Og svaf vært.

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...