13. janúar 2006

Ferðalagið

Ferðalagið frá Íslandi til Namibíu gekk bara alveg þokkalega - a.m.k. í minningunni. Flugið frá Íslandi var lítið mál og svo fórum á hótel á flugvellinum í Frankfurt. Keyptum okkur fyrst drykki og smotterí til að maula, m.a.s. vínber frá Namibíu! Við létum svo fara vel um okkur og sofnuðum í góða stund. Þ.a. þegar við yfirgáfum hótelið vorum við í fínu formi. Eftir þetta var auðvitað farið á McDonalds - síðasta skipti Tinnu Rutar í langan, langan tíma.

Svo settumst við í vélina til Jóhannesarborgar og vorum bara ánægð með allt þar. Gott pláss milli sæta og hvert okkar með sitt sjónvarp. Rúnar Atli gat meira að segja setið og horft í smástund á einhverjar teiknimyndir, jafnvel þótt hann heyrði ekkert - ekki viðlit að setja heyrnatól á drenginn :-)

Hann svaf svo tvær lotur, sú fyrri um fimm tímar og síðan hátt í tvo. En undir restina á flugferðinni var hann orðinn svolítið erfiður greyið. Barðist stundum um og gargaði. Svo ef ég hreyði mig of snöggt þá tók hann alveg kipp og allt byrjaði upp á nýtt. En þetta var nú ekki mjög lengi, reyndar. Svo komum við til Jóhannesarborgar, fundum okkur sæti þar á kaffihúsi á flugvellinum og biðum þar í rólegheitum. Síðan í rútunni á leið út í flugvél steinsofnaði guttinn - orðinn dauðþreyttur.

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...