Er staddur í Hvalaflóa - Walvis Bay. Kom hér á miðvikudag og fer aftur til Windhoek seinnipartinn í dag.
Þegar ég kom á gistiheimilið lá á rúminu blað með skilaboðum til mín. „Ef þú vilt fara í sturtu, skaltu gera það milli 19:00 og 20:00.”
Óvenjuleg skilaboð, þótti mér.
En, vandamálið er að mikill vatnsskortur er í Walvis Bay um þessar mundir. Líklega um tvær vikur síðan hann hófst. Þannig er að vatnsuppsprettur þær sem notaðar eru til að skaffa bænum vatn eru einhverja tugi kílómetra utan bæjarins undir stórum árfarvegi. Eins og er um flestar namibískar ár þá rennur næstum því aldrei vatn eftir árfarveginum. Stundum líða mörg ár á milli þess að vatn renni. En, eins og ég hef áður nefnt, þá hefur rignt óvenjulega mikið síðasta mánuðinn. Því fór svo að vatn fór að renna í þessari á. Skilst mér að á einhverjum hlutum hennar sé heilmikill vatnsflaumur. Gerðist þá, sem stundum gerist, að krafturinn í vatninu var svo mikill að eitthvað af vatnsleiðslunum sem flytja neysluvatn til bæjarins, eyðilögðust. Þar sem áin rennur enn á fullu, þá er mjög erfitt að finna hvar bilanirnar eru. Einhverjar leiðslur eru í lagi, en þær anna engan veginn vatnseftirspurninni. Því er vatn skammtað, tvo tíma á morgnana og einn til tvo tíma á kvöldin. Annars er skrúfað fyrir.
Það er merkilegt að of mikið vatn valdi vatnsskorti. En svona er lífið stundum öfugsnúið.
Sýnir færslur með efnisorðinu rigning. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu rigning. Sýna allar færslur
18. febrúar 2011
8. febrúar 2011
Þetta var namibískur þjóðvegur
Rigningarnar hér í Namibíu láta ekki að sér hæða. Myndina hér að neðan fékk ég lánaða af vefsíðu Republikein, afríkönsku dagblaðs hér í borg.
Þarna var engin brú, heldur fór vegurinn hreinlega í sundur á þennan ótrúlega hátt. Er fólk varað við að aka á þjóðvegum syðst í landinu. Regnvatnið étur uppfyllinguna undan malbikinu, þ.a. þótt vegurinn virðist í lagi þá vantar uppfyllinguna. Eru dæmi um að bílar hafi pompað niður ofan í holrúm undir malbikinu.
Þarna var engin brú, heldur fór vegurinn hreinlega í sundur á þennan ótrúlega hátt. Er fólk varað við að aka á þjóðvegum syðst í landinu. Regnvatnið étur uppfyllinguna undan malbikinu, þ.a. þótt vegurinn virðist í lagi þá vantar uppfyllinguna. Eru dæmi um að bílar hafi pompað niður ofan í holrúm undir malbikinu.
5. febrúar 2011
Flíspeysa og síðbuxur
Ég veit eiginlega ekki hvað er í gangi hér í Windhoek. Höfuðborg lands sem á tvo bæi á topp-tíu lista sólríkustu staða í heimi. Hér, um hásumar, hefur varla séð til sólar í viku og núna í augnablikinu dembist rigningin niður með þvílíku offorsi að það er varla hægt að hlusta á útvarp.
Í morgun klæddi ég mig í stuttbuxur og stuttermaskyrtu eins og ég geri venjulega. En ekki leið langur tími þar til ég var kominn í síðar gallabuxur. Svo þurfti ég að skjótast út í búð, en klæddi mig þó fyrst í flíspeysu.
Já, ég veit bara ekki hvað er að gerast.
En auðvitað eru Namíbíumenn hæstánægðir eins og alltaf þegar rignir. Nú bætir hressilega í áveitulónin og eru sum orðin full og ríflega það. Vatnsbúskapur komandi árs lítur því vel út. Ekki er lengra síðan en í byrjun desember á síðasta ári þegar vatnsnotkun í Windhoek var takmörkuð. Bannað var að vökva garða, þvo bíla og þess háttar.
En nú þarf ekki að hafa áhyggjur af vatnsskorti á næstunni.
Sem er gott, þótt það þýði að ég þurfi að fara í síðbuxur og flíspeysu.
Í morgun klæddi ég mig í stuttbuxur og stuttermaskyrtu eins og ég geri venjulega. En ekki leið langur tími þar til ég var kominn í síðar gallabuxur. Svo þurfti ég að skjótast út í búð, en klæddi mig þó fyrst í flíspeysu.
Já, ég veit bara ekki hvað er að gerast.
En auðvitað eru Namíbíumenn hæstánægðir eins og alltaf þegar rignir. Nú bætir hressilega í áveitulónin og eru sum orðin full og ríflega það. Vatnsbúskapur komandi árs lítur því vel út. Ekki er lengra síðan en í byrjun desember á síðasta ári þegar vatnsnotkun í Windhoek var takmörkuð. Bannað var að vökva garða, þvo bíla og þess háttar.
En nú þarf ekki að hafa áhyggjur af vatnsskorti á næstunni.
Sem er gott, þótt það þýði að ég þurfi að fara í síðbuxur og flíspeysu.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...

-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Eftir rúman sólarhring í Amsterdam þá er helst tvennt sem mér finnst einkenna borgina. Annars vegar síkin, sem liggja í sívaxandi hálfhring...