8. febrúar 2011

Þetta var namibískur þjóðvegur

Rigningarnar hér í Namibíu láta ekki að sér hæða. Myndina hér að neðan fékk ég lánaða af vefsíðu Republikein, afríkönsku dagblaðs hér í borg.


Þarna var engin brú, heldur fór vegurinn hreinlega í sundur á þennan ótrúlega hátt. Er fólk varað við að aka á þjóðvegum syðst í landinu. Regnvatnið étur uppfyllinguna undan malbikinu, þ.a. þótt vegurinn virðist í lagi þá vantar uppfyllinguna. Eru dæmi um að bílar hafi pompað niður ofan í holrúm undir malbikinu.

1 ummæli:

Gulla sagði...

Það er ótrúlegt að sjá þetta

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...