Þá er síðasti dagurinn í þessari Namibíuferð runninn upp. Skýjað yfir eins og venjan er þessar vikurnar. Ég flýg af stað skömmu eftir hádegi til Jóhannesarborgar; bíð þar fram að kvöldmat. Þá legg ég af stað til Lundúna og kem þangað snemma föstudagsmorguns. Flugleiðir koma mér svo áfram síðasta spölinn. Ef allt fer eftir áætlun verð ég kominn til Keflavíkur um kaffileytið á morgun.
En núna bíð ég bara eftir að klukkan hreyfist svolítið meira. Finnsk dama skutlar mér út á flugvöll - ekki slæmt fyrir mig. Taskan löngu niðurpökkuð, þ.a. ég hangi bara á netinu til að drepa tímann.
En allt styttist þetta nú.
24. febrúar 2011
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
1 ummæli:
Við Rúnar Atli bíðum spennt :-)
Skrifa ummæli