Keypti mér nýja græju um helgina.
ShoX smá-hátalara. Bleikan að sjálfsögðu, enda öruggur um mína karlmennsku...
Mér hefur gengið illa að hlusta á ísl. útvarpið undanfarið, því hátalarnir í tölvuruslinu sem ég er með eru vitagagnslausir. Því keypti ég mér þennan smá-hátalara.
Bjóst reyndar ekki við miklu.
En græjan kom mér sannarlega á óvart.
Dúndurhljómur í henni. Ég þarf að lækka alla hljóðstyrki í tölvunni niður í næstum ekki neitt til að fá ekki í eyrun.
Nú er gaman að hlusta á KK í morgunútvarpi Rásar eitt og Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.
Mæli með ShoX fyrir þá sem vilja hafa öflugan hátalara með í ferðalagið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli