Ég er að átta mig á því að matvöruverslanir eru ekki mjög einstæðingsvænar. Undanfarnar vikur hef ég jú verið einstæðingur og þurft að kaupa matvörur handa mér einum. Áðan fór ég í matvörubúðina og keypti ýmislegt smálegt. Tvær kartöflur, minnsti pakki af smágulrótum, tvær svínakjötssneiðar - þ.a. það verður svínakjöt í matinn tvisvar þessa vikuna - og dós af gulum baunum. Gulu baunirnar munu ábyggilega skemmast hjá mér.
Vandamálið sem einstæðingurinn glímir við er að pakkningar á svo mörgu eru of stórar. Sumt er sem betur fer hægt að kaupa í lausu, en annað ekki. Hálft kíló af niðurskornu graskeri er bara allt of mikið, svo eitt dæmi sé tekið. Sex pulsubrauð eru fjórum of mörg. Ef ég kaupi mér það sem mig langar í, þá enda ég iðulega með að henda mat. Sem er fúlt.
Svo er nú annað. Að fara að kjötborðinu og biðja um eina kjúklingabringu, eða 200 grömm af nautakjötsstrimlum er greinilega undarleg hegðun. Þarf ég iðulega að endurtaka beiðnina og síðast í gær þurfti ég að stoppa afgreiðsludömuna af þegar hún hélt áfram að bæta í pokann þótt hún væri komin yfir 500 grömm. Ég bað um 250 grömm, en henni fannst það greinilega hljóta að vera 1.250 grömm.
Ég skal viðurkenna að þetta er skrýtin upplifun. Gott verður að komast aftur nálægt því að vera í vísitölufjölskyldu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli