9. janúar 2006

Kominnáleiðarenda

Eftir langa og stranga ferð komumst við loksins í nýja/gamla húsið okkar á Von Eckenbrecher Strasse laust eftir hádegi á föstudaginn var. Ferðin gekk nú glettilega vel miðað við að hafa gutta eins og Rúnar Atla með. Hann var stundum pirraður á að geta ekki hreyft sig, en svo svaf hann inn á milli. En núna sig ég á internetkaffihúsi og hripa þetta niður. Tölvan mín ekki komin og eitthvað internetvesen í vinnunni. Hérna er búið að rigna gríðarlega og því eitthvað af símalínum ekki í lagi vegna þess. Aðalfréttirnar kannski eru að Tinna Rut er kominn inn í skólann og er kynningardagur á morgun og síðan á miðvikudag hefst skólinn. Stundvíslega klukkan 6:55! Já, það er ekkert verið að eyða tímanum í svefn í henni Namibíu. Hinar meginfréttirnar eru að Rúnar Atli er komin með barnfóstru, Florence að nafni. Guttinn var ekki alveg sáttur í morgun, en við sjáum hvort þetta gangi ekki þokkalega.

Svo er maður búinn að vera á snatti í dag, sækja um pósthólf - fáum ekki vita um það fyrr en í febrúar - og svo tók lengri tíma að sækja um síma - kannski 7-10 daga bið þar. Svo þarf að kaupa skólaföt á hana Tinnu og að redda gervihnattarsjónvarpinu og setja saman rúmið hans Rúnars Atla (hefur sofið á dýnu á gólfinu, greyið) og örugglega eitthvað meira sem ég er að gleyma. En þessi vika fer í snatt að mestu, vinnan byrjar ekki af alvöru fyrr en í næstu viku. Sumarfríum er nefnilega að ljúka hér og því er allt að hrökkva í gang í þessari viku.

Læt þetta duga í bili. Skrifa meira um ferðalagið þegar ég kemst i betra samband.

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...