Yfirleitt er nú ágætishiti í henni Afríku. Reyndar finnst manni stundum nóg um. Stærstan hluta ársins er sæng engin nauðsyn. Oft sofum við bara með sængurver ofan á okkur, svona bara af því að manni finnst óþægilegt að hafa ekkert ofan á sér á nóttunni. Skrýtið, en svona er það samt.
En, núna er vetur. Þá er í kaldara lagi á nóttunni og gott að hafa sæng. Við skildum sængurnar okkar eftir í Lílongve þegar við fluttumst til Mapútó. Enda frekar þunnar og orðnar hálfslappar. Eitt af fyrstu verkunum á nýjum stað var því að kaupa sængur og kodda. Ekkert mál var að finna svoleiðis.
Svo þarf auðvitað sængurver. Fyrir Rúnar Atla var það ekkert mál. Stjörnustríðssængur- og koddaver. En, fyrir okkur Gullu varð þetta svolítið meira mál. Við keyptum okkur sitthvora einbreiða sæng. En sængurverin? Öll í tvöfaldri breidd eða drottingarbreidd.
Ég held við séum búin að fara í fjórar búðir að leita. Og spyrja. Fólk heldur að við séum fávitar. Að hægt sé að fá sængurver fyrir mjórra en tvíbreidd? Neeeeiiii, svoleiðis er bara ekki til. Og enginn virðist nokkurn tímann hafa heyrt um svoleiðis lagað.
Ég skil þetta bara ekki. Af hverju selja einbreiðar sængur, en engin sængurver sem passa?
Við höfum því sofið undanfarið með sængurnar án sængurvera. En það er ekki gott. Hreint út sagt óþægilegt.
Við sáum sæng okkar því upp reidda...!! (sáuð þið þennan brandara nokkuð fyrir???)
Í dag gáfumst við upp og fórum í nýjan leiðangur. Við Gulla höfum verið gift það lengi að við vitum að það þýðir ekkert að vera með sömu sængina. Tvær tvíbreiðar voru því keyptar - og það besta - ný sængurver!
Sængurverin fóru í þvottavélina áðan og svo þurrkarann. Eru núna komin utan um sængurnar.
Við hlökkum þvílíkt til að fara upp í rúm!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...

-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli