8. ágúst 2016

Vindur

Nú sitjum við í eldhúsinu. Kvöldmatartími að nálgast. Gulla sker niður grænmeti af ýmsu tagi. Mér sýnist verða hollustumatur í kvöld. En ekki veit ég af hverju hún er bæði með iPad og tölvu á eldhússkenkinum í einu...

 
Rúnar Atli dundar sér við að fara í gegnum nýtt skóladót, blýanta, strokleður, yddara og svoleiðis. Á morgun byrjar jú skólinn. Fyrsti dagur í nýjum skóla.

Það verður eitthvað.

Í morgun var reyndar kynningardagur, bæði fyrir nýja nemendur og foreldra þeirra. Sá gekk vel og líst okkur vel á skólann. Allt virðist skipulagt í þaula og verður forvitnilegt að sjá hvernig næstu vikur þróast.

En ég ætlaði að tala um vind. Flest kvöld eftir að við komum hingað, fyrir einni viku og einum degi, hefur verið nokkur vindur á kvöldin. Núna í kvöld virðist hvassara en fyrri kvöld. Næðir inn um glugga og var kuldalegt úti, svona rétt fyrir sólsetur. Gulla og Rúnar Atli keyptu sér teppi í dag, svona til að geta kúrt undir á meðan horft er á ólympíuleikana.

Svo er bara að hita sér te.

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...