Óhætt er að segja að fyrsta nóttin í nýju húsi hafi gengið vel. Eina sem truflaði svefninn var hundur í nágrenninu. Greinilega stór hundur með virkilega djúpt gelt. Minnti mig stundum á þennan úr 101 dalmatíuhundi:
En, ef læra má eitthvað af árunum í Afríku þá er það að maður hættir að heyra hundgá á nóttunni.
Reyndar uppgötvaðist seint í gærkvöldi að heita vatnið vantaði í húsið! Sama hvað vatnið rann, aldrei hitnaði það. Maður rakaði sig því uppúr köldu vatni, en sleppti sturtunni í morgun. Bara ískaldur hárþvottur. En í dag kom o canalizador - píparinn - og reddaði málum.
Ég er búinn að vera að svipast um eftir bíl handa okkur. Hér þýðir ekki, frekar en annars staðar, að vera bíllaus. Eftir hádegið í dag fórum við og skoðuðum einn og prufukeyrðum. En sá var orðinn gamall og lúinn, svo þetta var ekki bíllinn... En, eigandinn var forvitnilegur náungi. Tyrki, sem vinnur í tyrkneska sendiráðinu hér. Hann er búinn að vera hér í átta mánuði og núna er búið að kalla hann heim. Það vantar diplómata til að vinna í ráðuneytinu heima, sagði hann okkur, það er búið að segja svo mörgum upp í kjölfar misheppnuðu valdaránstilraunarinnar um daginn. Honum þótti greinilega leiðinlegt að vera að fara núna, sagði að sér hefði liðið mjög vel í Mapútó. Rúnar Atli sagði síðan: „Leiðinlegt að hann sé að fara.“ Ég var alveg sammála, því þetta var skemmtilegur náungi.
En, við þurfum að halda áfram að leita að bílum.
Svo fékk ég símtal áðan. Klukkan átta í fyrramálið mætir svo lið sem ætlar að láta okkur fá almennilegt internet og sjónvarpsaðgang.
Þá verður nú gaman að lifa.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...

-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli