6. ágúst 2016

Þín verslun, eða ykkar

Fyrsti laugardagurinn í Mapútó. Rólegheitadagur. Skruppum reyndar í bílaskoðun - vonandi fer að komast niðurstaða í þau mál - og svo innkaupaleiðangur í stórmarkað. Sáum að líklega er best að fara ekki í svoleiðis verslun á laugardagsmorgni. Langan tíma tók að komast út af bílastæði búðarinnar, en okkur lá svosum ekkert á.

Uppgötvuðum seinnipartinn að við höfðum gleymt að kaupa súputeninga og eitthvað annað smálegt. Ákváðum að leita að „kaupmanni á horninu“ í nágrenni hússins okkar. Fundum ágætis búð, og urðum aðeins hissa að sjá nafnið hennar: Vosso Supermercado. Það má útleggja sem „Ykkar verslun“ á íslensku. Ætli þetta sé sama keðja og Þín verslun? Kannski ekki. En merkileg líkindi samt sem áður.

Svo fundust ekki súputeningar... og orðabókin í símanum hjálpaði ekki, svo við gátum ekki spurt eftir þeim. Við vitum sem sagt ekki hvernig maður segir súputeningar á portúgölsku. Komið verkefni fyrir næstu ferð.

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...