19. ágúst 2016

Komnir gestir

Haldiði ekki að það séu komnir fyrstu gestir til Mapútó! Já, 20 dögum eða svo eftir að við mætum á svæðið, þá eru komnir gestir. Geri aðrir betur.

Gestirnir koma frá Svíaríki, Doddi mágur og Ingela, heitmey hans, svo maður noti nú fína íslensku. Þau eru búin að vera í Suður Afríku í tíu daga eða svo. Skoða dýralífið í Kruger þjóðgarðinum og svoleiðis. Núna í morgun renndu þau yfir landamærin og voru komin til Mapútó skömmu fyrir hádegi. Hér verða þau fram á fimmtudag, en þá fetja þau sig aftur til Jóhannesarborgar og fljúga undir lok mánaðar til Svíaríkis.

Þau lentu reyndar í löggunni, sem sagði að Doddi hefði ekið yfir á rauðu ljósi. Hann hefur ekki hugmynd um hvort það var rétt eða ekki. Þetta gerðist um það leyti sem þau komu inn í borgina og umferðin þótti Dodda frekar ævintýraleg og snerist aksturinn mikið um að forðast aðra bíla. Þ.a. kannski sá hann ekki umferðarljósin. Nú, eða kannski sáu löggurnar tækifæri í bíl með suður afrískar númeraplötur. Hvað veit maður?

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...