1. ágúst 2016

Fyrsti dagurinn í Mapútó

Þá er farið að skyggja í Mapútó. Klukkan rúmlega sex, en hér er jú vetur og því dimmir snemma. Dagurinn var alveg ágætur. Ég þurfti að reiða mig svolítið á portúgölskukunnáttuna mína, en hún er nú svona frekar slöpp. Við fórum að fá farsímanúmer handa Gullu og farsímakort í ferðahnetuna okkar. Það gekk að lokum, en portúgalskan er erfið.

Við fórum í nýja húsið okkar, en þar var slatti af húsgögnum frá forvera mínum. Þau húsgögn þurfti að færa til og voru þrír mósambíkanar sem hjálpuðu okkur. Þeir töluðu aðeins portúgölsku og því reyndi aftur á. Þetta tókst allt með samblandi af minni bjöguðu portúgölsku og bendingum.

Húsið er mjög fínt. Það er þriggja hæða raðhús, en svoleiðis hús sýnist mér nokkuð algeng hér. Lóðir virðast almennt ekki stórar og því byggt upp. Mér er sagt að hús af þessu tagi séu algeng í Portúgal. En þetta verður smábreyting að þurfa að hlaupa upp og niður stiga endalaust. Líklega er það bara hið besta mál, svona heilsunnar vegna.

Síðan fórum við að leita að sængum og þess háttar hlutum. Handklæði þarf jú og herðatré. Þetta fannst allt í suður-afrísku risakeðjubúðinni Game.

Við ætlum að vera á hóteli í nótt og svo flytjum við á morgun. Þá þarf að gera stórmatarinnkaup og eitthvað fleira í þeim dúr.

En í kvöld ætlum við út að borða.

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...