2. júlí 2008

Víkingablóðið

Tók eftir því í gær þegar ég sótti Rúnar Atla á leikskólann að hann var aðeins hruflaður á nefinu.

„Dattstu?“ spurði ég. „Nei,“ svaraði sá stutti.

„Nú, hvað kom fyrir?“ var næsta spurning.

„Ég var í slag!“ kom svarið.

„Slag!“ hrópaði ég upp yfir mig alveg gáttaður, „og fórstu að gráta?“

„Nei, en Song fór að gráta...“

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ekkert gefið eftir! "I´LL BE BACK"

Elli

Nafnlaus sagði...

Er það þá sænskt víkingablóð? Maður sér varla myndir af drengnum á þessum fjölskyldunetsíðum öðruvísi en í sænskum treyjum, með sænskar húfur o.s.frv.

Ljungberg?! Er það eitthvað ofaná brauð?

Nafnlaus sagði...

Ljungberg var náttúrulega yfirburðar leikmaður en jafnast ekkert á við Kristján Finnboga, en annars hvernir fór í bikarkeppninni í gærkveldi? Veit einhver valsmaður um þau úrslit?

Nafnlaus sagði...

Við Valsmenn komum þó óhræddir fram undir nafni...

Nafnlaus sagði...

Þið unnuð nú í gærkveldi alveg eins og "STÓRVELDIÐ".

Elli

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...