Ætluðum í bíó áðan, ég, Gulla og Rúnar Atli. Kúngfú panda heitir myndin og er sýnd kortér gengið í þrjú. Við mætum um tvöleytið og skiptum liði. Ég í miðaröðina og Gulla í poppröðina. Hér er það sem sagt þannig að hægt er að kaupa popp og gos án þess að fara inn í bíóið. Ég kemst að lúgunni - nei, því miður er uppselt... og í því sný ég mér við og mæti Gullu og Rúnari Atla með fangið fullt af poppi og kóki!!
En við dóum ekki ráðalaus, fórum bara með gómsætið heim og horfðum á leitina að Nemó á mynddiski.
En, ekkert jafnast á við bíópopp...
12. júlí 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...
-
Þá er komið að því að ræða viðhaldið. Nei, nei, hvað er að ykkur? Skammist ykkar. Auðvitað er allt er í fínu hjá okkur Gullu. Ja, a.m.k....
1 ummæli:
Við fórum í dag á þessa mynd. Tókum sjénsinn, Sigga fór í miðasöluna en við strákarnir í poppsöluna.
Fengum bæði miða og popp og því var hægt að njóta veitinganna í sínu náttúrulega umhverfi.
Skrifa ummæli