14. nóvember 2008

Sumar og sól

Ekki er laust við hitinn sé farinn að stíga nokkuð hér í Vindhúkkborg. Samt er það nú svo að sundpollurinn hefur ekkert verið notaður það sem af er sumri. Ýmis vandamál hafa skotið upp kollinum, aðallega vegna leti undirritaðs í „viðhaldi“ á sundvatninu. Klór, sýrustig og svoleiðis hefur ekki alveg verið í lagi.

En nú er búið að ná yfirtökum í baráttunni og pollurinn orðinn tær og blár. Nú að loknum vinnudegi í dag var langþráð stund er tám var stungið ofan í. Reyndar var laugin í það svalasta fyrir minn smekk, 23 gráður á selsíus.

Tinna Rut og Rúnar Atli sitja hér á bakkanum. Tinna Rut kom með einhverja ræfilslega afsökun að finna ekki neðri partinn á sundfatnaðinum og fór því ekki lengra ofan í en sést hér.


Hér hins vegar eru feðgarnir komnir oní.


„Hvað ert þú að vilja upp á dekk??!!“ Já, stundum er derringur. Aðallega í þeim styttri...


Ekki kvörtum við yfir útsýninu úr pollinum, svo mikið er víst.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hnussss...

kveðja úr frostinu á Akureyri

Nafnlaus sagði...

Pollurinn minn er frosinn:-)

Koss og knús frá Norge

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...