11. nóvember 2008

Pólitíkin

Sumir, þ.m.t. Gulla, urðu steinhissa að ég skrifaði færslur um daginn sem má skilgreina sem pólitísk skrif. Auðvitað var þetta fyrst og fremst til að ergja Framsóknarfornmanninn (fornmann, ekki formann) í Svíaríki. En nú er svo komið að ég fæ vart orða bundist yfir þeim ógnarfréttum sem að heiman dynja. Því ákvað ég að byrja að skrifa um líðandi stund eins og hún horfir fyrir mér. Mest er það fyrir sjálfan mig, því mér gengur oft betur að átta mig á hlutunum með að skrifa hugrenningar niður. Þó vil ég ekki blanda svoleiðis nokkru við þessi dagbókarskrif hér, því örugglega hafa fæst ykkar nokkra ánægju af einhverju dægurþrasi í mér. Nóg er af svoleiðis samt. Ég ákvað því að virkja aftur moggasíðu sem ég eignaðist einhvern tímann í bríaríi. Ef þið hafið einhvern áhuga, þá er slóðin vilhjalmur.blog.is

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ha önnur síða ok ekkert mál en ekki gleyma að blogga hér líka
Takktakk

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...