
Við fórum einn hring, niður Reykjanesbrautina, upp Ártúnsbrekkuna, Suðurlandsveg upp að Rauðavatni og svo bakaleiðina upp í Breiðholt aftur. Gekk mjög vel.
Svo áðan fórum við í bíltúr í Eyjabakkann og aftur ók Tinna Rut. Fórum þaðan í Smáralindina og hún fékk að keyra nær alla leið þangað.
Ég er semsagt búinn að sjá tilganginn með mínu lífi næstu mánuði...
1 ummæli:
Hvað var lausnargjaldið hátt?
Skrifa ummæli