18. desember 2008

Ökusnillingur

Þá er hún Tinna Rut komin með æfingaleyfi. Búin með ökuskólann, 1 og 2, og einnig búin með um 12 ökutíma. Faðir hennar má nú sitja með henni í bíl, fylgjast með akstrinum og veita góð ráð. Hér sést stúlkan fyrir utan lögreglustöðina í Kópavogi, nýkomin með æfingaleyfið.


Við fórum einn hring, niður Reykjanesbrautina, upp Ártúnsbrekkuna, Suðurlandsveg upp að Rauðavatni og svo bakaleiðina upp í Breiðholt aftur. Gekk mjög vel.

Svo áðan fórum við í bíltúr í Eyjabakkann og aftur ók Tinna Rut. Fórum þaðan í Smáralindina og hún fékk að keyra nær alla leið þangað.

Ég er semsagt búinn að sjá tilganginn með mínu lífi næstu mánuði...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvað var lausnargjaldið hátt?

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...