Aldrei þessu vant var Tinna Rut æst í ferðalag út á land. Auðvitað var hún að sverma eftir æfingaakstri. Hún hóf ferðina undir stýri, en nokkur snjókoma var. Síðan þegar komið var í gegnum Mosfellsbæ ákvað ég að nú væri nóg komið af æfingaakstri. Enda snjókoma og skafrenningur, svo varla sá úr augunum.
Við lulluðum síðan áfram til Borgarness og áðum þar. Borgarnes er jú eini staðurinn á Íslandi sem ég veit til að hægt sé að kaupa ástarpunga. Því stoppa ég alltaf í Geirabakaríi og kaupi poka eða tvo af ástarpungum.
Ekki minnkaði snjókoman. Varla sá handa sinna skil á Mýrunum. Einungis sáust ljós á Dalmynni, ekki var hægt að sjá bæinn. En að lokum hafðist að komast til Grundarfjarðar og ók Tinna Rut síðasta spölinn.
Í Grundarfirði gaf á að líta. Allt á kafi í snjó. Hér sést bíllinn okkar fyrir utan Smiðjustíginn. Kannski sést Tinna Rut undir stýri.



1 ummæli:
Það kemur að því að hún borgar,ekki örvænta Villi minn
Skrifa ummæli