21. desember 2008

Landsbyggðin

Í gærmorgun vöknuðum ég, Tinna Rut og Rúnar Atli fyrir allar aldir. Ástæðan var ferð til Grundarfjarðar að sækja ömmu barnanna. Hún ætlar að vera á Suðureyri yfir hátíðarnar og flýgur frá Reykjavíkurflugvelli á mánudaginn.

Aldrei þessu vant var Tinna Rut æst í ferðalag út á land. Auðvitað var hún að sverma eftir æfingaakstri. Hún hóf ferðina undir stýri, en nokkur snjókoma var. Síðan þegar komið var í gegnum Mosfellsbæ ákvað ég að nú væri nóg komið af æfingaakstri. Enda snjókoma og skafrenningur, svo varla sá úr augunum.

Við lulluðum síðan áfram til Borgarness og áðum þar. Borgarnes er jú eini staðurinn á Íslandi sem ég veit til að hægt sé að kaupa ástarpunga. Því stoppa ég alltaf í Geirabakaríi og kaupi poka eða tvo af ástarpungum.

Ekki minnkaði snjókoman. Varla sá handa sinna skil á Mýrunum. Einungis sáust ljós á Dalmynni, ekki var hægt að sjá bæinn. En að lokum hafðist að komast til Grundarfjarðar og ók Tinna Rut síðasta spölinn.

Í Grundarfirði gaf á að líta. Allt á kafi í snjó. Hér sést bíllinn okkar fyrir utan Smiðjustíginn. Kannski sést Tinna Rut undir stýri.
Mikið verður svo gaman að sýna Namibíumönnum hvernig garðhúsgögn á Íslandi líta út yfir jólahátíðina :-)

Tinna Rut fékk síðan að aka frá Grundarfirði að Vatnaleið og tók svo aftur við í Mosfellsbænum. Hér sést hún, fyrir brottför frá Grundó, taka bensín sjálf í fyrsta sinn á ævinni. Verst að pabbinn þarf enn að borga...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það kemur að því að hún borgar,ekki örvænta Villi minn

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...