12. desember 2008

Ferðalagið nálgast

Nú styttist í Íslandsferð hjá okkur feðgum. Á morgun, kl. 20:45 að staðartíma tekur flug SW285 sig á loft með okkur innanborðs. Leiðin liggur fyrst til Frankfurtborgar, en þar lendum við um sexleytið á sunnudagsmorgun. Við munum setjast inn á hótel sem er á flugvellinum, svona til að halda okkur frískum. Síðan skömmu fyrir kl. tvö fljúgum við áleiðis til Íslands. Áætlaður komutími tuttugu mínútur gengin í fimm eftir hádegi.

Ýmislegt hefur verið gert til að undirbúa þessa ferð. Í dag fórum við Rúnar Atli í jólaklippinguna. Tímann pantaði ég fyrir tveimur mánuðum. Aðeins. Hárskerinn nefnist Luigi, namibíumaður af ítölskum ættum. Kominn eitthvað yfir fimmtugt, en er iðulega með þrjár efstu tölurnar fráhnepptar á skyrtunni til að sjáist í gullkeðjurnar. En er mjög flínkur klippari, það verður ekki af honum skafið. Rúnar Atli er alltaf eins og myndastytta hjá honum, situr grafkyrr. Kallinn hefur lúmskt gaman að honum, t.d. í dag var Rúnar Atli að gretta sig og geifla framan í spegilinn. Alveg í sínum eigin heimi. Gaman að þessu.

Svo fórum við á kaffihús. Um að gera að taka út skammtinn hér, því ekki á ég von á því að stunda kaffihús heima á Fróni.

Jæja, guttinn er í baði núna. Ætli sé ekki kominn tími á þurrkun og síðan svefninn.

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...