3. desember 2008

Snjókoma!

Nú er að líða að hásumri hér í Vindhúkkborg. Í hádeginu sat ég út á verönd með bók í hönd. Var ég að íhuga að tími væri kominn til að leggja af stað í vinnuna. Allt í einu upphefst þessi dómadagshávaði og átti ég fótum fjör að launa. Haldiði að þetta líka heljarinnar haglél hafi ekki allt í einu byrjað.

Eins og þruma úr heiðskíru lofti. Bókstaflega.

Hamagangurinn var þvílíkur að lauf rifnuðu í stórum stíl af trjám. Tóku allar ár í borginni upp á því að renna af oforsi. Enda var gaman að göslast í vinnuna. Varð reyndar hundblautur við að hlaupa þá tíu metra eða svo sem þarf að fara til að komast út í bíl.

En hér er ein mynd til sönnunar haglélinu.

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...