Var að hlaða niður myndum af myndavélinni minni. Útbjó þessa myndasyrpu af ferðalagi okkar Rúnars Atla til Íslands.
Hér erum við nýbúnir að losa okkur við töskur og komnir með brottfararspjöld. Rúnari Atla þótti langt að bíða eftir að komast um borð. En, eins og hans er von og vísa, er bara að láta fara vel um sig á meðan.

Næsta mynd er tekin í Frankfurt. Þarna er setið á McDonald's og gætt sér á hamborgara. Við vorum einu gestirnir á þessum útiveitingastað, enda ekki nema tveggja stiga hiti. En, við erum víkingar og Íslendingar svo ekki kipptum við okkur upp við það.

Loksins fengum við brottfararspjöld fyrir flugið frá Frankfurt til Keflavíkur. Enn þurfti að bíða. En í Frankfurt var fínt leiksvæði fyrir börn og auðvelt að drepa tímann þar.

Ýmsir aðrir en Rúnar Atli létu fara vel um sig á meðan beðið var.

Þrátt fyrir allt er erfitt að vera ferðalangur. Því var gott að leggja aðeins aftur augun í Flugleiðavélinni. Gott líka að hvíla sig aðeins áður er farið að berjast við frost og snjó.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli