Loksins komu jólin. Rúnar Atli var orðinn óþreyjufullur og á miðjum aðfangadegi var spenningurinn eiginlega orðinn of mikill. Hann langaði nefnilega svooo mikið að opna pakka.
En allt kom þetta að lokum. Hann var auðvitað fyrstur að klæða sig í sparifötin, þ.a. mynd náðist af honum við jólatréið á meðan dæturnar voru enn að gera sig tilbúnar.

Ó, það verður að taka fram að Tinna Rut stóð sig eins og herforingi í tiltekt allan aðfangadag. Hún skúraði gólf, þreif klósett, fægði silfur og örugglega eitthvað fleira sem mér láist að nefna. Þetta lenti allt á henni, því Dagmar Ýr var að vinna frá átta til fjögur í tíu-ellefu.
Að lokum voru öll börnin tilbúin í myndatöku.

Ósköp erum við Gulla nú efnuð að eiga börnin okkar.
Gleðileg jól öllsömul og kærar þakkir fyrir okkur.
2 ummæli:
Glæsileg fjölskylda! Gaman að sjá ykkur hér heima.
Geir Haarde
Það er samt spurning um RÚSSAN
Skrifa ummæli