7. desember 2008

Swakopferðin

Við feðgarnir höfðum það gott um helgina í Swakopmund. Fórum í verslanaleiðangur á laugardagsmorguninn, en fundum reyndar ekki mikið til að kaupa. Þó kíktum við í töluvert margar búðir, og brá Rúnar Atli á leik fyrir utan eina búðina.

Við fórum svo í göngutúr niður á strönd. Keyptum okkur ís. Röltum um svæðið í fínu veðri. Hitastigið var 23 gráður og sjávarhitinn var 17 gráður. Rúnar Atli mátti ekki heyra á það minnst að stinga tánum í sjóinn. Ótrúlegt hvað einhverjar bíómyndir um hákarla sitja í honum.

En í sund var drengurinn tilbúinn að fara. Við keyptum ný sundföt handa honum. Hin lágu inni í fataskáp í Vindhúkk, sællar minningar. En sundlaugin var hápunktur helgarinnar hjá honum, ekki nokkur spurning. Hér sést hann stinga sér í laugina.

Hér er hann að busla áfram. Já, í bakgrunni sést fína hótelið sem sumir lesendur öfundast yfir.

Hér má sjá gosbrunnana sem eru í lauginni. Flottir höfrungaskúlptúrar.

Svo var maður vafinn inn í handklæði og lá á draumabekk móðurinnar til að hlýja sér aðeins. Tveimur tímum eftir að þessi mynd var tekinn var guttinn kominn aftur út í laugina.

Helgin var velheppnuð. Við skemmtum okkur báðir vel. Reyndar náði óhófslífið í skottið á okkur þegar Rúnar Atli kastaði upp í bílnum, 97 km frá Swakopmund á leiðinni heim. Smáhreingerningarstarf þurfti, en það var fljótt að gleymast.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ekkert smá flott heit á ykkur feðgunum. :) kveðja Hulda

Nafnlaus sagði...

Það er greinilegt að þið feðgar eruð einir á ferð og viljið njóta lífsins KONU LAUSIR!!!

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...