Við feðgarnir fórum í Smárabíó fyrr í dag. Frumsýningardagur á Skoppu og Skrítlu. Keyptum miða í gær á midi.is til að vera nú alveg öruggir að fá sæti. Hefðum nú ekki þurft að hafa áhyggjur því frekar fáir voru í bíó. Þó hittum við frænku okkar frá Vatnsskarðshólum, hana Unni og fjölskyldu hennar. Langt er síðan ég hef séð hana og því var þetta skemmtileg tilviljun.
Rúnar Atli skemmti sér vel á myndinni og ekki skemmdi fyrir að hitta Skoppu sjálfa.
2 ummæli:
Nafnlaus
sagði...
Ég reikna með að þú hafir skemmt þér alveg konunglega...
2 ummæli:
Ég reikna með að þú hafir skemmt þér alveg konunglega...
Villi hefur ekki leiðst mikið!
Skrifa ummæli