Áramótin liðu áfallalaust hjá okkur. Stærstu vonbrigðin voru að ekki kviknaði í einu kúlublysinu hans Rúnars Atla. Hér voru tólf manns í mat. Við fimm að sjálfsögðu, Svíarnir tveir, amman úr Grundarfirðinum og síðan fjögurra, næstum fimm, manna liðið úr Eyjabakkanum. Kannski má segja að tólf-og-hálfur hafi mætt í mat.
Eins og hefð er að myndast fyrir þá var tvíréttuð aðalmáltíð. Annars vegar kalkúnn, rúmlega 6 kílógramma flykki, og hins vegar saltkjöt og baunir. Gaman að ýmsum af yngstu matargestunum þótti saltkjötið toppurinn. Íslenskt hefð skal það vera.
Svo var farið að fagna nýju ári. Dagmar Ýr og Rúnar Atli skemmtu sér með stjörnuljósin.
Svo bættist Emil Andri í hópinn.
Í fyrra var Rúnar Atli skíthræddur við allt fírverkið. Þetta árið hins vegar tók hann fullan þátt í skemmtuninni. Sýnist mér að meira en stjörnuljós og blys þurfi á næsta ári.
Bæði voru bengalblys og kúlublys tendruð okkur til skemmtunar.
Ísak Máni virðist hér vera að flammera allt nágrennið, en þetta er snilldarmyndataka hjá Gullu.
Gaman, gaman að halda á blysi. Auðvitað voru allir með öryggisgleraugun, sumir með græn og aðrir með bleik.
Logi Snær var sko enginn eftirbátur í blysförum.
Hér eru feðgarnir að undirbúa að tendra kúlublys.
Hér sjást síðan Rúnar Atli og Emil með blys. Doddi í bakgrunni.
Fínt útsýnið úr Æsufellinu.
Við óskum síðan öllum farsæls komandi árs.
1. janúar 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...
-
Þá er komið að því að ræða viðhaldið. Nei, nei, hvað er að ykkur? Skammist ykkar. Auðvitað er allt er í fínu hjá okkur Gullu. Ja, a.m.k....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli