Í dag skreyttum við jólatréð okkar. Nokkuð seinna en venjulega. Yfirleitt erum skreytum við á afmælisdaginn minn, en núna var eitthvað svo mikið að gera að ég stakk upp á því að kaupa tréð þann 19. des. Svo hefur verið endalaust vesen á þessari fjölskyldu, vinna og svoleiðis, og því hefur skreyting beðið. En loksins áðan létum við verða af þessu.
Rúnar Atli var nokkuð spenntur og var ekki hægt annað en brosa að ákefð drengsins.
Einbeitingin var mikil, en viðurkenna verður að drengurinn gerði þetta allt saman vel.
Ekki var aðeins einbeiting hjá guttanum, móðirinn spáði mikið í uppsetninguna líka.
Jú, en svo voru aðrir sem einbeittu sér að öðru meira spennandi...
Lokahnykkurinn var svo að setja toppinn á. Hver skyldi hafa beðið um það hlutverk? Með samvinnunni hafðist þetta.
21. desember 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...
-
Þá er komið að því að ræða viðhaldið. Nei, nei, hvað er að ykkur? Skammist ykkar. Auðvitað er allt er í fínu hjá okkur Gullu. Ja, a.m.k....
1 ummæli:
Flottir feðgar og auðvitað glæsileg húsmóðir...
Mamma biður að heilsa
Skrifa ummæli