Mánudagskvöld.
Sit við tölvuna og reyni að treina hvert einasta músarklikk og hvern einasta slátt á lyklaborðið.
Það er nefnilega partý í húsinu. Og mér er ekki boðið...
Vinkona hennar Tinnu Rutar er að skreppa í burtu í nokkra daga, og þá varð endilega að kveðja hana almennilega og halda grillveislu. Átta eða tíu unglingar mættu á staðinn og flestir eru hér enn. Mér var plantað í tölvuhornið og með vissu millibili kíkir Tinna til mín og spyr hvort mig vanti eitthvað. Ég á víst ekki að sjást, sem þýðir ekki inn í eldhús. En hún man þó eftir mér þessi elska.
Gulla hefur það litlu betra. Hún fékk að sitja fyrir framan sjónvarpið í svefnherberginu. Öðru hverju reynir hún flótta og ryðst fram og út að grilli til að minna krakkana á að súpa varlega á bjórnum. Ekki veit ég hversu mikinn árangur það ber.
Ég sit jú fyrir framan tölvuna og einbeiti mér að skjánum.
Foreldri unglings.
18. ágúst 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...

-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...
3 ummæli:
Bara til að taka af allan vafa þá eru þetta engin fermingarbörn, heldur er um 90% þeirra búin með stúdentsprófið.
En allir eru farnir núna og þetta var bara mjög temmilegt og rólegt. En, úff, ég er búin á því og ætla beint í rúmið :-)
kv,
Gulla
hehe...
HA,HA, mundu bara hvað mamma þín var umburðar lind við okkar strákana og allt það sem gekk á þá og ekki orð um það meir!
Elli
Skrifa ummæli