...sungu Brimkló hér um árið.
En erfitt hefur verið fyrir okkur Gullu að gera eitthvað bak við lokuð gluggatjöld, a.m.k. í sjónvarpsherberginu, en þar hefur verið gluggatjaldalaust.
Kallast þetta ekki minímalísmi á einhverri bóhemmáli?
Held það.
En reyndar er nú mjög erfitt fyrir utanaðkomandi að sjá inn um þá glugga sem um ræðir. Þarf einhverjar fínar sjónaukagræjur fyrir þann sem áhuga hefur að sjá okkur fyrir framan sjónvarpið.
En gallinn hefur verið að á sumum tímum dags er gersamlega ómögulegt að horfa á sjónvarpið því birtan veldur því að allt speglast í sjónvarpsskjánum. Í dag var okkur nóg boðið og stukkum í áklæði og gluggatjöld þeirra Namibíumanna. Áklæðastræti heitir verslunin sú, hvorki meira né minna. Ég dró síðan fram höggborvélina og steinbor og setti upp þessar fínu gluggatjaldastangir á meðan Gulla setti gardínuhringi á nýju gluggatjöldin.
Niðurstaða okkar er að minímalísminn sökkar stórt, því gluggatjöldin gjörbreyttu ásýnd sjónvarpsherbergisins. Miklu heimilislegra og meira kósí en áður.
Kannski okkur Gullu líði svo vel þarna núna að ástæða verði til að draga tjöld fyrir glugga...
Hver veit?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...

-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...
2 ummæli:
en af hverju tókstu ekki mynd af þessum fínheitum ????
Jæja þá vitum við það,úlllala
Skrifa ummæli