Ein útskýring á heiti Windhoekborgar er vegna mikilla vinda sem mæta stundum hingað. Vindasama hornið mætti þýða nafnið. Rokrass væri sjálfsagt önnur þýðing.
Undanfarið hefur borgin staðið undir nafni. Eins og venjan er í ágústmánuði þá hefur hvesst hressilega hér undanfarið. Stundum er varla hægt að sjá fjöllin umhverfis borgina fyrir mistri. Ekki mengunarmistri eins og á ólympíuleikunum í Pekíngborg heldur mistur vegna moldroks.
Aðfaranótt laugardags var nokkuð hvasst. Svo um morguninn ætlum við Rúnar Atli að skjótast í verslunarferð, en rekum í rogastans, því innkeyrslan að húsinu var þakin múrsteinum og ófær sætum svörtum Gullubíl. Við nánari skoðun þá hafði múrsteinshlaðinn veggur milli okkar og nágrannans hreinlega fokið um koll og stráðust múrsteinar yfir innkeyrsluna. Kom í ljós að það sem eftir stóð af veggnum hékk saman á einhverjum minningum af steypu.
Synir nágrannans mættu á svæðið og hjálpumst við að og hreinsuðum innkeyrsluna. Sá svarti sæti komst því í gegn.
Til allar lukku fauk veggurinn um koll þegar enginn var á ferð, því ekki hefði verið gæfulegt að vera á vappi þarna þegar þetta gerðist.
En, enginn tók eftir þegar þetta gerðist. Ekki einu sinni líf- og öryggisverðir ráðherra öryggismála í landinu, en nágranni okkar er einmitt téður ráðherra.
17. ágúst 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...

-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Eftir rúman sólarhring í Amsterdam þá er helst tvennt sem mér finnst einkenna borgina. Annars vegar síkin, sem liggja í sívaxandi hálfhring...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli