17. júní 2008

Gapastokkur

Við Rúnar Atli vorum á rölti í bænum um helgina. Hann hefur mikið spáð í undirgöng sem við keyrum stundum í gegnum á leið okkar um bæinn. Ákváðum við því að kíkja á þau frá gangstéttinni svo hann gæti áttað sig á því hvað ég var að meina þegar ég sagði að við værum að ganga ofan á bílunum.

Auðvitað var ekki bara hægt að kíkja yfir grindverkið - nei, hausnum þurfti að stinga í gapastokk. En núna veit hann a.m.k. hvar við göngum ofan á bílunum.


1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Oh hann er svo krúttlegur :-)

kv,
Gulla

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...