8. júní 2008

Dugleg heimasæta

Okkur er öllum frekar gjarnt á að horfa á það sem aflaga fer. Ekki gildir það síður þegar maður ræðir um unglingsbörnin sín. En nú verður breyting á og kemur lofræða um hana Tinnu Rut.

Áðan tók hún sig til og bakaði smákökur. Og það ekki neinar pakkasmákökur, ó, nei, heldur var allt blandað frá grunni. Mjög góðar súkkulaðibitasmákökur. Síðan þegar þetta var búið þá fór hún að elda kvöldmat. Bjó til kjúklingaborgara, franskar og hrísgrjón handa sér og bróður sínum.

Og til að kóróna allt var hún að læra þegar hlé varð á bökunarstörfum og eldamennsku.

Hvar var pabbinn á meðan? Jú, að horfa á Evrópukeppnina í knattspyrnu...

3 ummæli:

Litið blogg úr villta vestrinu sagði...

Það er greinileg að frúin sé ekki heima... ég klappa samt fyrir heimasætunni enda dugleg eins og frænka sín vestur á fjörðum

Nafnlaus sagði...

Flott hjá Tinnu minni, enda með eindæmum vel upp alin :-)

kv,
Gulla

Nafnlaus sagði...

HM........þetta er náttúrulega eini hátturinn þegar EM í knattspyrnu er í sjónvarpinu,húsbóndinn nýtur þess að horfa á leikinn meðan að heimasætan vinnur.

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...