Ekki fer mikið fyrir þjóðhátíðarlátum hér í Windhoek. Ekki nema þrír Íslendingar sem ég veit af í borginni. Ég, Tinna Rut og Rúnar Atli. Þau tvö fóru í skólann í morgun, en ég tók lífinu með ró, enda skrifstofan lokuð á þjóðhátíðardaginn.
Veðrið er hálfleiðinlegt. Aldrei þessu vant er skýjað á júnídegi, leiðindarok og ekki nema rétt yfir 20 gráðunum. Þ.a. ég sit bara við tölvuna og hlusta á kósíkvöldið með Baggalútsmönnum. Ég þarf eiginlega að fara að skrá mig á tónlist.is og sækja fleiri lög með þessum köppum.
Óska öllum sem álpast til að lesa þetta ánægjulegan þjóðhátíðardag.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...

-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...
3 ummæli:
Til hamingju með daginn Villi minn, hér er líka frekar kalt, bara 19 gráður. En Íslenski fáninn blaktir við hún:-) Hafðu það virkilega kósí í kvöld, með vinum okkar í Baggalút.
Koss og knús frá Maju
ÆÆÆÆÆÆ GUÐ HVAÐ ÉG VORKENNI ÞÉR
"Aldrei þessu vant er skýjað á júnídegi, leiðindarok og ekki nema rétt yfir 20 gráðunum."
Bíddu,er enn þjóðhátíð í Windhoek???
kv,
Gulla
Skrifa ummæli