Við Rúnar Atli tókum laugardaginn snemma. Vorum komnir út í bíl um sjöleytið og ókum tæplega 70 km leið til Okahandja. Tilefnið var skólaskákmót, en ég var að afhenda kennslubækur í skák fyrir hönd vinnunnar og hélt smáræðustúf í leiðinni.
Þarna var líka fulltrúi frá einum namibískum banka. Bankinn sá gaf 1.000 skákborð og skákmenn fyrir þessi skákborð. Eiga þessi borð að fara í skóla landsins. Smáalmannatengslafnykur var af þessu, enda kannski ekki óeðlilegt. T.d. var rauður broskarl á öllum hvítu reitunum á skákborðunum, en þessi broskarl er notaður í auglýsingum þessa banka. Reyndar var broskarlinn sjálfur mættur á svæðið, svona rétt eins og lukkudýr á íþróttaleik, og hoppaði og skoppaði þarna um.
Eins og skákþjóðin Ísland veit snýst skák um baráttu hvítra gegn svörtum. Í Afríku velta menn þessum litum svolítið meira fyrir sér en gert er heima á Fróni. T.d. er spurt hvers vegna hvítu mennirnir fá alltaf að hefja leikinn. Annað viðkvæmt mál er að það þykir verra að hafa svart.
Bankinn leysti þetta vandamál léttilega. Skákmennirnir sem fylgdu skákborðunum 1.000 voru nefnilega ekki svartir og hvítir. Ó, nei. Rauðir gegn bláum! Valur gegn Fram, Liverpool gegn Everton, danskurinn gegn okkur Frónverjum, og auðvitað kommar gegn íhaldi.
Snilldarbragð.
En hver fær að hefja skákina?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...
-
Þá er komið að því að ræða viðhaldið. Nei, nei, hvað er að ykkur? Skammist ykkar. Auðvitað er allt er í fínu hjá okkur Gullu. Ja, a.m.k....
1 ummæli:
Sniðugt að hafa skákmennina í þessum litum, en ekki bara hægt að kasta upp krónu til að finna út hver á að byrja? Segi bara svona, hef sko ekki hundsvit á skák:-)
Koss og knús frá okkur í Vennesla
Skrifa ummæli