8. júní 2008

Sandur

Eftir pönnukökubakstur í morgun, þá fórum við Rúnar Atli í sandleiðangur með hinni íslensku fjölskyldunni í borginni. Þau vantaði sand í nýjan sandkassa, og ég veit um stað sem hægt er að ná sér í sand, hér rétt utan við borgina.

Hér sitja íslensku guttarnir fjórir og dunda sér í náttúrunni, þótti það miklu skemmtilegra en að moka sandi í stóra fötu.


Svo þurfti auðvitað að slappa af að erfiði loknu, en við skruppum á bændagistingu í hádegismat.

2 ummæli:

Litið blogg úr villta vestrinu sagði...

Þetta er flott hengirúm.... og greinilega mjög þægilegt

Nafnlaus sagði...

Jeminn eini hvað það fer vel um gæjann. En ég væri sko til í að eiga eitt svona.

kv,
Gulla

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...