14. júní 2008

Systir og bróðir

Hann Rúnar Atli á það til að vera kvikindislegur við systur sína. Stundum þegar við sækjum hana í skólann þá fær hún eftirfarandi kveðju um leið og hún sest inn í bílinn:

„Þú er ekki besti vinur minn, þú ert ekki systir mín og ekki bróðir minn!“

Og þá höfum við það. Skemmtilegar móttökur eða hitt þó heldur.

En svo eru dagar sem þau eru alveg óaðskiljanleg, systkinin. Hér er mynd tekin rétt áðan þar sem þau eru að „labba saman,“ sem sagt hann stendur á fótum hennar þegar hún labbar.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já hann getur verið óttaleg ótukt við systur sína :-) En þau eru nú voða sæt saman he he

kv,
Gulla

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...