24. október 2008

Fataskortur?

Í Morgunblaðinu var sagt frá því að íshokkímamman, frú Palin, hefði verið fötuð upp fyrir 150.000 bandaríkjadali.

Vá.

Mér reiknast til í fljótheitum að ég gæti byggt u.þ.b. 11 leikskóla hér í Namibíu fyrir þennan pening. Fína leikskóla með flestu sem þarf. Í þessa leikskóla gætu líklega 550 börn gengið.

Skyldi frú Palin hugsa um þetta á morgnana þegar hún klæðir sig í dýrðina.

Já, dýr myndi Hafliði allur...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sem betur fer var Palin ekki kosin og ellismellurinn sem henni fylgdi að málum. Það eru nýjir tímar í heiminum og veitir ekki af. Palin er reynslu laust grey sem hefði ekki átt að vera fleygt fram í sviðsljósið með þessum hætti.
"GO OBAMA"

Elli

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...