Þegar öll lætin voru að byrja var ég staddur í landamærabænum Rúndú. Nokkuð stór bær á bökkum Kavangó árinnar. Er horft beint yfir til Angólu. Einn eftirmiðdag var ég á rölti í bænum. Rakst ég á fyrirtæki nokkurt, sem án efa getur hjálpað okkur að leysa úr ofangreindum spurningum.

Á skiltinu stendur nafn fyrirtækisins: „ABTRAC, Absolute Tracing, Debt Collecting & Claim Consultancy.“ Á því ylhýra má nefna fyrirtækið, „Fullkomin eftirgrennslan, skuldainnheimta og kröfuráðgjöf.“ Hvorki meira né minna.
Takið eftir að ekki eru þessir menn að eyða hagnaði hluthafana í óþarfa íburð. Leigubílar greinilega notaðir til að komast á milli staða. Engir tíu milljóna jeppar hér.
Væri ekki lag að biðja namibísk stjórnvöld um aðstoð við að (i) komast að því hvert í ósköpunum peningarnir okkar fóru, (ii) ná útistandandi skuldum heim, og (iii) krefjast réttar okkar gegn árans Bretunum? Í leiðinni hljótum við að komast að því hverjum þetta var allt saman að kenna.
Oft var þörf en nú er nauðsyn.
4 ummæli:
Þú ert bara að verða pólítískur, þú verður kanski í framboði fyrir framsókn í næstu kosningum. Við Guðni þurfum á allri hjálp að halda sem finnst til að taka við stjórnini eða óstjórnini.
Framsóknamaðurinn í Svíþjóð
Bíddu, ertu að tala um „ekki-bend'-á-mig“ flokkinn? Flokkinn sem þjáist af minnisleysi yfir sínum eigin verkum síðasta áratug eða svo?
Tek heils hugar undir orð Villa,framsóknar flokkurinn og hans lið hefur "blóð mjólkað" íslenskt þjóðfélag í fjölda ára og hentivina stefna hefur verið alls ráðandi á þeim bænum,við þurfum ekki Guðna og hans gengi núna á örlagar tímum en við verðum þegar fárviðrið er hefur að mestu frá að finna og draga þá til ábyrgðar sem urðu þess valdandi að allt fór á annan endan hér á fróni og skiptir þá engu hvar í flokk þessir aðilar eru settir.
Elli
Tek heils hugar undir orð Villa,framsóknar flokkurinn og hans lið hefur "blóð mjólkað" íslenskt þjóðfélag í fjölda ára og hentivina stefna hefur verið alls ráðandi á þeim bænum,við þurfum ekki Guðna og hans gengi núna á örlagar tímum en við verðum þegar fárviðrið er hefur að mestu frá að finna og draga þá til ábyrgðar sem urðu þess valdandi að allt fór á annan endan hér á fróni og skiptir þá engu hvar í flokk þessir aðilar eru settir.
Elli
Skrifa ummæli