Á fimmtudaginn þegar ég kom heim úr vinnunni var mér sagt af konu og dóttur, nokkuð stressuðum, að einhverjar hundruðir býflugna hefðu gert sig heimakomnar í bílskúrnum. Þar sem Tinna Rut þarf að ganga í gegnum bílskúrinn til að komast á baðherbergið, þá fannst henni skiljanlega hið versta mál að hafa hrúgu af býflugum þar inni.
Ókei, hugsaði ég, skyldu þær nokkuð vera að ýkja svolítið...? Ég meina, hundruðir býflugna.
Skömmu seinna ákvað ég að kanna hvort eitthvað af býflugum væru í skúrnum. Fer inn og sé nokkrar býflugur á vappi og eitthvað virtist þeim þykja merkilegt innst í skúrnum. Ég fer að kíkja í hólf og hirslur til að athuga hvort eitthvað sem býflugum gæti þótt eftirsóknarvert væri þar. Sá ekki neitt. Allt í einu heyri ég mikinn gný. Býflugnasuð. Sé ég hvar ótölulegur fjöldi af býflugum birtist allt í einu í stærðarinnar skýi og streymir inn í bílskúrinn.
Nú var illt í efni. Fleiri býflugur en ég hef nokkru sinni séð streyma inn í bílskúrinn og ég staðsettur innst í skúrnum og engin undankomuleið. Nú voru góð ráð dýr. En ég er auðvitað hokinn af reynslu í svona málum, kýrskýr í hugsun og þrautgóður á raunastund.
Svo vel vill til að við geymum aukarúm í kjallaranum sem stendur upp á endann innst í bílskúrnum. Laumaði ég mér þar á bakvið og vonaði hið besta. Flugurnar streymdu inn í skúrinn og virtist engan enda ætla að taka. Svona liðu u.þ.b. fimm mínútur, frekar langar fimm mínútur, en þá sá ég að flestar flugurnar voru komnar innst í skúrinn og leiðin nokkuð greið fyrir mig út. Gekk ég því pollrólegur út og prísaði mig sælan.
Svona klukkutíma síðar var bílskúrinn orðinn nokkuð laus við býflugur svo hægt var að loka.
En sagan er ekki alveg búin. Næsta morgun hringir Gulla í mig í vinnuna og segir mér að Lidia hafi sé býflugnabú í tréi rétt hjá þvottasnúrunum. Ég hringi í meindýraeyði sem mætir á staðinn og segist geta fjarlægt búið um kvöldið. Þegar ég kom heim þá kíki ég á tréið og, jú, jú, þarna var stærðarinnar býflugnabú. Svona á stærð við stóra vatnsmelónu. Skildi ég ekki alveg hvernig þetta hefur farið fram hjá okkur áður.
Svo um áttaleytið um kvöldið hringir meindýraeyðirinn og spyr hvort búið sér þarna ennþá. Ha? Ég út í garð með vasaljósið. Lýsi og lýsi upp og niður allt tréið, en nei, ekkert býflugnabú. Hvernig er þetta hægt? Meindýraeyðirinn segir mér að líklega sé þetta býflugnahópur sem er að leita að stað fyrir bú. Öðru hverju hópast allar flugurnar svona í hóp og lítur út eins og býflugnabú.
Alltaf lærir maður eitthvað nýtt.
20. september 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...
-
Þá er komið að því að ræða viðhaldið. Nei, nei, hvað er að ykkur? Skammist ykkar. Auðvitað er allt er í fínu hjá okkur Gullu. Ja, a.m.k....
1 ummæli:
hey villi :)
Hope all is well with all of you guys.
Drop me a line...if you get a chance.
All the best
Aidan
Skrifa ummæli