Jæja, þá er maður loksins kominn í samband við umheiminn að heiman. Ja,
svona næstum því. Ég var búinn að bíða í a.m.k. fjórar vikur eftir
þráðlausri nettengingu, svona eitthvað svipað og boðið er upp á fyrir
bændur heima á Fróni, þegar mér var tjáð að því miður væri húsið mitt í
hvarfi við smáhól þannig að ég væri ekki í sjónmáli við eitthvað
útsendingarmastur og því ekki hægt að fá tenginguna heim. Fjórar vikur
tók að segja mér þetta! Eftir að hafa jafnað mig á þessu þá var næsta
skref að sækja um ISDN línu, en fram að því hef ég aðgang í gegnum
venjulega símalínu og innbyggða mótaldið í tölvunni. Dugar nú skammt ef
tengjast á vefsíðum en ágætt fyrir tölvupóst og msn. Ekki þó senda
mér viðhengi í tölvupósti... En kannski ég verði nú duglegri að uppfæra
þessar síður. Hver veit?
3. mars 2006
Nettenging!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...
-
Þá er komið að því að ræða viðhaldið. Nei, nei, hvað er að ykkur? Skammist ykkar. Auðvitað er allt er í fínu hjá okkur Gullu. Ja, a.m.k....
1 ummæli:
Til hamingju með netið
Skrifa ummæli