14. mars 2006

Matarvenjur


Hef nú frá litlu að segja í dag. Er þreyttur eftir miklar setur í bíl í dag. Segi kannski frá því síðar. Hins vegar verð ég að sýna ykkur myndina hér til hliðar. Lenti drengurinn í slagsmálum? Tússpennaslag kannski? Nei, hann var að borða! Já, þennan daginn matbjó ég lærisneiðar í raspi og rauðrófur voru eitt meðlæti. Þannig er að rauðrófur eru eitt af því matarkyns sem piltur dýrkar og dáir. Hann tekur kipp þegar hann sér krukkuna. Hins vegar eru rauðrófur ekki voðalega fatavænar og því tók ég á það ráð að hátta drenginn úr öllu nema bleyjunni. Setti síðan á hann smekk - veit reyndar ekki alveg hvað ég hélt mig vinna með því - og svo hleypti ég honum á matinn sinn. Útkomuna sjáið þið hér, og þið skiljið áreiðanlega hvers vegna ég vildi ekki hafa hann í fötunum.

Rauðrófur eru, eins og gefur að skilja, ekki á borðum hér á hverjum degi.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú þarft nú allavega ekki að þvo smekkinn......

Nafnlaus sagði...

ég fatta ekki hverju þú hélst að smekkurinn myndi bjarga :-) En þetta er frábær mynd

Gulla

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...