Svona rétt til að fræða dóttur mína um íslenskt mál, þá er
eftirfarandi tekið af Vísindavef HÍ:
Orðasambandið „rúsínan í pylsuendanum“ á rætur að rekja til
dönsku, rosinen i pølseenden. Í Danmörku mun vera
gamall siður að setja rúsínu eða nokkrar rúsínur í endann á blóðpylsu
þegar troðið er í hana. Orðasambandið kemur fyrir í kvæði eftir
Christian Winther frá 1828 en um það bil hundrað árum eldri er heimild
um „þrjár rúsínur í pylsuendanum“ (tre rosiner i en pølseende).
2 ummæli:
Auðvitað er þetta danskt. Allt fáranlegt er greinilega danskt. Enda er það asnalegt
Gaman að fá svona útskýringu á þekktu orðasambandi sem ég allavega spáði aldrei í af hverju væri sagt.
Skrifa ummæli