10. mars 2006

Hjálparhellan

Við lentum í smáveseni hérna í gær. Þannig var að hún Flora fór með
Rúnar Atla í göngutúr í kerrunni sinni. Ekki í frásögur færandi, nema
fyrir þá staðreynd að þau týndu húslyklunum einhvers staðar á leiðinni.
Sama hvað leitað var þá fundust þeir ekki. Nú voru góð ráð dýr, því
klukkan var orðin það margt að byggingarvöruverslanir voru búnar að
loka og því ekki hægt að kaupa nýjar skrár. Mér fannst þetta frekar
óþægilegt, sérstaklega ef einhver hefði nú séð þegar þau týndu lyklunum
og elt þau til að sjá hvaða hús væri um að ræða. Ég hafði því svolítið
fyrir því að ganga þannig frá hnútum að ekki væri hægt að komast inn í
húsið nema með skarkala og látum. Svaf síðan bara mjög vel og ekkert
gerðist.

Svo í dag var skundað í járnvöruverslunina og keyptar nýjar skrár.
Þannig vill til hér að mjög auðvelt er að skipta um skrár - ef
lyklarnir eru fyrir hendi. Tekur kannski tvær eða þrjár mínútur. Svo
skemmir ekki fyrir þegar hjálparhella er til staðar. Meðfylgjandi
myndir segja allt sem þarf.









3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Myndir ???

Nafnlaus sagði...

Ó guð hvað minn maður er mikið krútt...... Algjört æðipæði. Takk fyrir snögg viðbrögð :)

Nafnlaus sagði...

Flottur einbeitingasvipur á honum, verð ég nú að segja...

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...